Hvar get ég fengið rannsóknarstyrki fyrir doktorsnemana mína?

Tuesday, October 18, 2016 -
12:20 to 13:20

Marie Sklodowska Curie – Samstarfsnet um þjálfun (H2020 MSCA ITN) tengir saman háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að standa saman að þjálfun og kennslu allt að 15 doktorsnema í hverju verkefni. Lögð er áhersla á menntun, starfsþjálfun og starfsþróun.

Í kynningunni munum við fara yfir mismunandi tegundir af styrkjum MSCA ITN, umsóknarfresti, umsóknarferlið og matsferlið. Einnig mun Oddur Ingólfsson segja okkur stuttlega frá nýja ITN verkefninu ELENA sem hann leiðir. Þeir sem hafa áhuga geta setið áfram eftir kynningarnar til að fá frekari upplýsingar.

Frekari upplýsingar um MSCA-ITN má finna hér: http://ec.europa.eu/research/mariecurieactions/about-msca/actions/itn/index_en.htm

Skráning

Gréta Björk Kristjánsdóttir rannsóknarstjóri sviðsins
Sigurður Ólafsson verkefnastjóri 
Oddur Ingólfsson Prófessor við Raunvísindadeild

Staðsetning/Location: 
Askja, stofa 130
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is