Jafningjamat í Moodle

Thursday, December 8, 2016 -
12:00 to 13:00

Sigrún Helga Lund, dósent á Heilbrigðisvísindasviði heldur erindi um Jafningjamat í Moodle

Jafningjamat er ferli þar sem nemendur fara yfir verkefni annarra nemanda eftir leiðbeiningum kennara. Rannsóknir hafa sýnt að jafningjamat  dýpkar skilning nemenda á sínu eigin námi og styrkir þá í að taka virkari þátt í eigin námsferli. Sömu sögu er að segja um sjálfsmat, þar sem nemendur fara yfir eigin verkefni. Jafningjamat býður upp á fjölbreyttara námsmat og dregur úr þeim tíma sem kennarar eyða í yfirferð verkefna. Í fyrirlestrinum mun ég sýna hvernig hægt er að framkvæma jafningja- og sjálfsmat með því að setja upp verkstæði og matskvarða í Moodle. Ég mun segja frá dæmum um notkun jafningjamats við kennslu í stærðfræðigreiningu og tölfræði og gefa nokkur ráð byggð á eigin reynslu.

Samlokur og vatn í boði.

 

Staðsetning/Location: 
Stofa 148
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is