Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna

Verkfræði-og náttúruvísindasvið leggur mikla áherslu á góða móttöku nýrra starfsmanna.

Starfsþróunarmiðstöð Verkfræði- og náttúruvísindasviðs býður nýtt starfsfólk í þjálfunarprógramm sem er liður í því er að kynna fyrir þeim innviði sviðsins, veita aðstoð við að koma sér fyrir í nýju starfi og ekki síst að kynna þá fyrir verðandi samstarfsfólki.

Móttaka

Fyrsti föstudagur í hverjum mánuði kl. 9:00 - 10:00 í Tæknigarði

Tengilður: Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri erlendir starfsmenn sandra@hi.is

Þrjú þjálfunarnámskeið:

Kynning á stoðþjónustu sviðsins, starfsfólki, verkefnum og þjónustu.

Þjálfun 1: Mannauður og samskipti
Þriðjudagur í annarri viku mánaðarins kl. 14:00-15:00 í Tæknigarði
Starfsskyldur, aðstaða, Uglan, starfsmannahandbók, tölvuþjónusta ofl.

Tengilður: Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri erlendir starfsmenn sandra@hi.is

Þjálfun 2: Rannsóknir og fjármál
Fimmtudagur í þriðju viku mánaðarins kl. 10:00-11:30 í Tæknigarði
Umsóknir um styrki, kennsluutanumhald, ferðaheimildir ofl.

Tengiliður: Gréta Björk Kristjánsdóttir, rannsóknarstjóri greta@hi.is

Þjálfun 3: Nemendaþjónusta - kennslumál
Fimmtudagur í fjórðu viku mánaðarins kl:14:00-15:00 í Tæknigarði
Kennsluþróun, próf, stundatöflur ofl.

Eingöngu fyrir þá sem hafa kennslu sem hluta af þeirra starfi.
Tengiliður: Sigdís Ágústsdóttir, verkefnisstjóri kennsluþróun sigdis@hi.is

 

Mentorakerfi

Fundur með sérvöldum mentor á fyrsta mánuði í starfi.
Aðeins fyrir akademíska starfsmenn.

Tengiliður: Elva Dögg Pálsdóttir, verkefnisstjóri mannauðsmál og starfsþróun edp@hi.is

Kynning fyrir nýja kennara
Kennslumiðstöð HÍ 
Í upphafi hvers misseris.

Tengiliður: Sigdís Ágústsdóttir, verkefnisstjóri kennsluþróun sigdis@hi.is

Móttaka nýrra starfsmanna 
Starfsmannasvið HÍ 
Einu sinni á misseri - fyrir alla nýja starfsmenn Háskóla Íslands

Tengiliður: Elva Dögg Pálsdóttir, verkefnisstjóri mannauðsmál og starfsþróun edp@hi.is

Nýir starfsmenn fá úthlutað tengilið frá mannauðs-og samskiptateymi sviðsins sem er þeim til stuðnings á fyrstu árum starfsins. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is