Fræðsla

Starfsþróunarmiðstöðin hefur það hlutverk að efla starfsþróun starfsfólks sviðsins. Miðstöðin vinnur eftir viðfangsefnum og lögð er áhersla á sérhæfða þjálfun og stuðning í starfi. Einnig er lögð áhersla á stuðning við stjórnun og þekkingu á stjórnunaraðferðum. Til að auðvelda sem flestum að nýta sér miðstöðina verða stutt innlegg í hádegishléi algeng. Til að dýpka þekkinguna verða einnig haldin lengri námskeið og þjálfunarprógrömm.

Dagskrá Starfsþróunarmiðstöðvarinnar þróast með starfseminni og tekur mið af viðfangsefnum starfsfólks og stefnumálum okkar á hverjum tíma. Þannig verður hún sjálfsagður hluti af starfseminni og horft er til þátttakenda við mótun dagskrárinnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is