Ritstuldarvarnir með Turnitin

Tuesday, March 1, 2016 - 12:20

Háskólar á Íslandi starfa saman að ritstuldarvörnum með því að innleiða Turnitin til að styðja við fræðileg skrif, tilvitnanir, heimildanotkun og styrkja rannsóknir stúdenta. Háskólar, fræðasvið og deildir geta farið ólíkar leiðir í Turnitin, t.d. hvort bæði loka­verk­efni og smærri verkefni í námskeiðum eru skimuð m.t.t. ritstuldar, hvort nemendur skili eigin verkefnum og hafi aðgang að skýrslum Turnitin. Samræmi einfaldar framkvæmdina en kennarar geta skoðað fleiri verkefni en ætlast er til að lágmarki.

Ritgerðir er hægt að skoða með Turnitin hvenær sem er og ítrekað í ritunarferlinu. Leiðbeinendur geta líka látið forritið skoða ritgerð áður en kemur að lokagerð og oftar en einu sinni, með eða án aðkomu stúdenta.

Sigurður Jónsson frá Kennslumiðstöð segir frá Turnitin og Edda Ruth Hlín Waage segir frá hennar reynslu af notkun þess.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is