Sjónræn stjórnun rannsóknaverkefna með Kanban

Wednesday, November 18, 2015 - 12:20

Fyrirlesturinn er um Kanban stjórnunaraðferðina, sem byggir á Lean hugmyndafræðinni sem ört hefur breiðst út í heimi upplýsingatækninnar og víðar. Kanban auðveldar hópum að vinna saman og ná utan um ólíkar tegundir verkefna með vel skilgreindu og fyrirsjáanlegu ferli. Kanban byggir á sjónstjórnun, takmörkun verkþátta í vinnslu og mælingum til að greiða fyrir framvindu verkefna hjá hópum sem vinna að sameiginlegum markmiðum.

Farið verður m.a. yfir eftirfarandi efnisþætti:

  • Hvað er Kanban og hvar hentar það best?
  • Grundvallaratriði Kanban - sýnileiki, takmörkun verkþátta í vinnslu og mælingar.
  • Kostir og gallar aðferðafræðinnar.
  • Hvað þarf til að geta byrjað að nota Kanban?

Sigurður Ólafsson hefur langa reynslu á sviði hugbúnaðargerðar og verkefnastjórnunar og hefur m.a. notast mikið við Kanban og Scrum. Hann er kerfisfræðngur að mennt en hefur auk þess stundað nám í verkefnastjórnun og er með MBA gráðu frá HÍ.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is